Af skynsemi og fyrirhyggju.


Fyrr á árinu gerðu stærstur hluti verkalýðsfélaga og sambönd þeirra undir regnhlíf ASÍ hófstillt samkomulag við vinnuveitendur um kaup og kjör. Forysta ASÍ á hrós skilið fyrir að hafa unnið af skynsemi, forsjálni og hógværð að því að leggja grundvöll að stöðugleika og heilbrigðara efnahagslífi í landinu. Fjöldinn sem hefur minnstu menntunina í landinu tók af skarið og samþykkti þennan gjörning sinna forystumanna, enda auðséð að þarna réði skynsemi og fyrirhyggja ferðinni.
Í kjölfarið hefur menntaðasti hópur þessa lands og ýmsar hálauna stéttir, þ.e. fólkið sem við teljum gáfaðast, víðsýnast og úrræðabest, tekið upp neyðarvopnin sem alþýðan veit að skilar engum árangri fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þeir lærðu beita þeim nú óspart til að skara eld að sinni köku. Setja um þessar mundir ungdóm landsins og sjúkt fólk í herkví verkfalla og kalla þessi vinnubrögð nauðvörn. Þessu fólki stendur öllu til boða hófstillta samkomulagið sem ASÍ stóð fyrir.
Það eru auðvitað öfgar að leggja að einhverjum hluta að jöfnu verstu hryðjuverkamenn nútímans og þetta innanbúðar rifrildi sem við eigum í hér á Íslandi, en samhengið er ekkert fráleitt. Fer það að mestu eftir menningarstigi hvers svæðis, hverslags ofbeldi er beitt. Þar sem verst lætur í heiminum, ríkir „Sturlungaöld“, en þar sem ástandið er skárra ríkir „Frekju-öld“. Stigsmunur er, en ekki eðlismunur á vinnubrögðum þeirra sem eru á „Sturlunga“ slóðum og þeirra sem eru á „Frekju“ slóðum. Á báðum svæðum er það samt kúgun og ofbeldi sem ræður för og fórnalömb átakanna eru saklaus almenningur. Talibanar í Afganistan/Pakistan, ISIS liðar í mið-austurlöndum og Boko Haram samtökin í Nígeríu telja sig vera í heilögu stríði og nauðvörn. Á svæðum þeirra ríkir „Sturlungaöldin“. Fólk á þeirra svæðum á sér enga vörn eða skjól fyrir geðþótta forustumanna þessara hópa. Við hikum ekki við að fordæma þessa forustumenn og samtök þeirra.
Skoðum nú okkar heimasvæði. Hér á Íslandi ríkir „Frekju-öld“. Þannig berjast ýmsir forustumenn samtaka og hópa einnig fyrir málstað sínum með kúgun og yfirgangi. Það er aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur á aðferðum þessara hópa. Hinn heilagi réttur til vinnustöðvunar, sem á okkar menningarsvæði er ígildi vopna (sbr. verkfallsvopn) er núna notað af menningarelítu landsins (prófessorum, læknum og kennurum) til að kúga fram meiri réttindi og betri kjör en þorri landsmanna hefur fengið í sinn hlut á þessu ári. Saklaust fólk, námsmenn og sjúklingar, eru sett í herkví „verkfalla“ og hótað er um enn meiri óskunda ef frekja þeirra nær ekki fram að ganga.
Sveiattan þeim sem eru orðnir of góðir til að deila kjörum sínum með almenningi. Þeim sem setja skjólstæðinga sína út á gaddinn í viðleitni sinni við að ná betri stöðu í refskák lífsgæðakapphlaupsins. Aðeins með þeirri skynsemi og fyrirhyggju, sem verkalýðsfjöldinn fór fyrir í vor, verður í raun hægt að bæta kjör allra á vitrænan hátt.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Láruson skrifar:

Höfundur

Tómas Láruson
Tómas Láruson
Er fæddur á miðju ári á miðri síðustu öld. Er í engu sérfræðingur, en fikta við margt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband